Katrín Helga

Hún hefur gefið út 2 plötur með hljómsveitinni sinni Milkhouse, Baratís í Paradís, 2015. og Painted Mirrors, 2017. Hún hefur einnig gefið út sjálf 2 plötur í handgerðum umslögum.

mynd: Berglaug Petra

mynd: Berglaug Petra

Eitt soundtrack árið 2016 sem var gert fyrir leiksýninguna 1984, eftir Dystópískri bók George Orwell, 1984. Og GlasmaníU. Með fókus á að spila á Vínglös (2017).

Hún byrjaði að æfa á klassískt píanó 9 ára gömul og seinna Jazz píanó en fann sig aldrei í því að lesa nótur og byrjaði að semja eigin lög í stað þess að æfa sig. Seinna fékk hún listrænt output þegar hún byrjaði í hljómsveitinni Milkhouse, stofnuð 2012. og í leikfélagi MH þar sem hún samdi soundtrack og stjórnaði 5 manna hljómsveit 2016. Síðar það sama ár byrjaði hún í Listaháskóla íslands í Tónsmíðum ÞAr sem leiðbeinandi hennar er Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson.

Hún hefur skrifað 2 bækur, eina ljóðabók með tveim öðrum höfundum. Mót, (2016) og aðra samtalsbók, Nettspeki (2018). Tónsmíðar hennar innihalda oft leikræn tilþrif, búninga og Grafísk skor. Sólóferill hennar Snýst um að gera hluti sem henni finnst skemmtilegir, eins og að spila á bassa, gera tónlistarmyndbönd, sauma bækur og vinna með öðrum listamönnum.

Hún er meðlimur Post-dreifingar.